Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur í frábærum leik
Fimmtudagur 30. nóvember 2006 kl. 18:10

Stórsigur í frábærum leik

Keflavík sigraði Grindavík í Iceland Expressdeild kvenna í gær í ótrúlegum leik.

Lokatölur voru 122-96, en leikurinn kláraðist hér um bil í þriðja leikhluta þegar Keflvíkingar völtuðu yfir Grindavík. TaKesha Watson var stigahæst með 32 stig, 8 stoðsendingar, 8 fráköst en hún lék í 32 mínutur. Ingibjörg Vilbergsdóttir skoraði 19 stig, 5 stolna bolta og 3/3 í þriggja stiga. María Ben Erlingsdóttir skoraði 19 stig og var með með 5 fráköst á 30 mín. Svava Stefánsdóttir skoraði 13 stig og Bryndís Guðmundsdóttir 11. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 12 stig og var með 11 fráköst.

Jón Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með úrslitin og ekki síður skotnýtinguna, en þær hittu úr 16 af 31 3ja stiga skoti. "Við höfum verið að vinna í þessu, en það hefur líka verið umræða um að Keflavík sé ekki með eins sterkt lið og Grindavík og Haukar og við ætluðum bara að sýna að það var ekki heppni að við unnum þær síðast. Það er mikill kraftur í liðinu, mikil samkeppni um stöður og það á eftir að styrkja okkur enn frekar."

Þess má geta að Birna Valgarðsdóttir lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli og kom sterk inn.

 

VF-mynd/Þorgils

 

Myndskeið úr leiknum má finna á vefTV Víkurfrétta til hægri á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024