Stórsigur hjá Víði
Víðir vann góðan sigur á Hvöt þegar liðin áttust við á Garðsvelli í gær í 2. deild karla í knattpyrnu. Úrslit urðu 3-1 fyrir heimamenn. Eflaust hefur brúnin lyfst á Víðsmönnum við þetta þar sem Hvöt er mun ofar á stigatöflu deildarinnr en Víðismenn hafa átt fremur brösótt gengi í sumar og eru í botnbaráttunni.
Daníel Frímannson skoraði fyrsta mark Víðis í leiknum og Þorsteinn Þorsteinsson hin tvö.
Fyrir viku urðu þjálfaraskipti hjá Víði þegar stjórn félagsins og Jakob Már Jónharðsson komust að samkomulagi um að Jakob hætti sem þjálfari. Var Njáll Eiðsson ráðinn í hans stað.