Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur hjá Njarðvíkingum
Sunnudagur 25. september 2005 kl. 01:19

Stórsigur hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar gjörsigruðu 1. deildarlið Stjörnunnar frá Garðabæ í Reykjanesmótinu í körfuknattleik á föstudaginn var. Lokatölur leiksins voru 49-111 Njarðvíkingum í vil en þeir grænu gerðu út um leikinn strax í fyrsta leikhluta.

Brenton Birmingham og Jeb Ivey voru stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 16 stig hvor en Sigurjón Lárusson var stigahæstur Garðbæinga með 10 stig.

Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni í Ljónagryfjunni á mánudagskvöldið kl. 19:15 í seinni viðureign liðanna en í kvöld mætast Keflavík og Grindavík í íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024