Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur hjá Njarðvík
Föstudagur 15. janúar 2010 kl. 08:56

Stórsigur hjá Njarðvík


Lið Tindastóls fékk að finna fyrir því þegar það mætti liði Njarðvíkur í gærkvöldi í IE-deild karla í körfuknattleik. Njarðvík sigraði með 26 stiga mun, 80-106. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki.
Njarðvíkingar náðu undirtökunum í upphafi leiks og héldu þeim allan tímann. Staðan í hálffleik var 39–54 fyrir Njarðvík.
Jóhann Ólafsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 18 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 15 stig. Annars komust allir leikmenn liðsins á blað.
---

Mynd úr safni - Njarðvíkingar fagna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024