Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 28. júní 2002 kl. 14:09

Stórsigur hjá ÍRB í Kerava

Sunddeild ÍRB vann stórsigur á vinarbæjarsundmóti í Kerava í Finnlandi í vikunni. Þau enduðu með samanlagt tæp 32000 stig en næsta lið fyrir neðan var með um 26000 stig. Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir M. Jónsson voru valdir sundmenn mótsins og eru þau vel að þeim sigri komin enda syntu þau mjög vel á mótinu.

Mótið var fyrir krakka á aldrinum 14 til 17 ára og keppendur komu frá ÍRB Reykjanesbæ, Kristjánsand Noregi, Kerava Finnlandi, Hjöring Danmörku og Trollhattan Svíþjóð.
Keppnin fór fram dagana 25. til 26. júní, í 25m 6. brauta innilaug.

Keppendur frá ÍRB voru: Þórður Ásþórsson, Hilmar P.Sigurðsson, Jóhann Árnason, Garðar Eðvaldsson, Birkir M. Jónsson, Brynjar F. Nielsson, Berglind Þorsteinsd, Þóra B.Sigurþórsd, Díana Ó.Halldórsd, Sunna Pétursd, Unnur B.Halldórsd, Erla D.Magnúsd, Erla D.Haraldsd, S.Tinna Árnad og stóðu þau sig öll vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024