Stórsigur Grindvíkinga gegn Þór
Grindvíkingar voru í miklu stuði á móti Þór frá Akureyri í leik liðanna í Inkasso-deildinni í Grindavík í gær. Heimamenn unnu magnaðan 5-0 sigur og sitja nú í 3. sæti deildarinnar með 17 stig.
Þórsarar áttu möguleika á að jafna við KA sem er á toppnum með 19 stig en sáu aldrei til sólar gegn þeim gulu í Grindavík. William Daniels skoraði tvö fyrir UMFG, Juan Manuel Ortiz Jimenez og Alexander V. Þórarinsson skoruðu sitt markið hvor og svo var þriðja markið sjálfsmark norðanmanna. Mark Juan var sérlega glæsileg bakfallsspyrna.
Grindavík er í 3. sæti og hitt Suðurnesjaliðið, Keflavík er í því fimmta.