Stórsigur Grindvíkinga
Grindvíkingar unnu sannfærandi 5-0 sigur á BÍ/Bolungarvík þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í Grindavík. Öll mörkin komu í fyrru hálfleik og því óhætt að segja að sigurinn hafi verið í höfn þegar leikurinn var hálfnaður. Grindavíkurstúlkur skiptu mörkunum jafnt á milli sín en markaskorarar voru eftirfarandi: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Albertsdóttir 2, Sara Hrund Helgadóttir.
Með sigrinum komu Grindvíkingar sér í 3. sæti A-riðils 1. deildar, en þar eru þær með 12 stig eftir sex leiki.