Stórsigur gegn Möltu
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigraði lið heimamanna á Möltu í kvöld með 79 stigum gegn 45 stigum á Smáþjóðaleikunum. Staðan í hálfleik var 36 - 23 fyrir Ísland. Guðmundur Bragason setti landsleikjamet þegar hann lék sinn 165 landsleik fyrir Íslands hönd og fékk hann blómvönd frá KKÍ af því tilefni. Damon Johnson lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Íslenska liðið var töluverðan tíma í gang og leiddu Möltumenn eftir fyrsta fjórðung með 19 stigum gegn 12 og eins og tölurnar gefa til kynna hikstaði sóknarleikurinn töluvert. Í byrjun annars leikhluta skellti Friðrik Ingi á svæðisvörn og gerði íslenska liðið 15 stig gegn engu heimamanna og eftir það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi og hvíldi Friðrik lykilmenn liðsins í fjórða leikhluta.
Stig íslenska liðsins skiptust þannig að gunnar Einarsson var með 14, Páll Axel með 12, Damon Johnson 10, Friðrik Stefánsson 10, Fannar Ólafsson 7, Helgi Magnússon 7, Magnús Þór Gunnarsson 6, Guðmundur Bragason 4, Baldur Ólafsson 4, Logi Gunnarsson 3 og Jón Nordal með 2 stig.
Stig íslenska liðsins skiptust þannig að gunnar Einarsson var með 14, Páll Axel með 12, Damon Johnson 10, Friðrik Stefánsson 10, Fannar Ólafsson 7, Helgi Magnússon 7, Magnús Þór Gunnarsson 6, Guðmundur Bragason 4, Baldur Ólafsson 4, Logi Gunnarsson 3 og Jón Nordal með 2 stig.