Stórsigur gegn Hvöt
Njarðvíkingar luku keppni í deildarbikarnum í knattspyrnu á háu nótunum með 8-0 sigri á Hvöt s.l. sunnudag. Njarðvíkingar luku keppni í deildarbikarnum í 3. sæti B deildar deildarbikarsins í riðli 2 með 9 stig í 5 leikjum.
Mörk Njarðvíkinga gegn Hvöt gerðu þeir Rúnar Freyr Holm, Gunnar Sveinsson, Kristinn Örn Agnarsson, Guðni Erlendsson, Aron Már Smárason, Eyþór Guðnason, Zoran Ljubicic og Brynjar Þór Magnússon.
VF-mynd/ frá leik Njarðvíkinga og Leiknis á síðustu leiktíð.