Stórsigur gegn HK
Keflavík tryggði enn stöðu sína á toppi 1. deildarinnar með 5-1 sigri á HK í Kópavogi í gærkvöldi. Með sigrinum er liðið komið með 18 stig eftir 7 leiki. Þór tapaði nokkuð óvænt fyrir Haukum og með ósigri Víkinga í fyrradag er Keflavík komið með vænlegt forskot á toppi deildarinnar. Víkingur er með 12 stig í öðru sæti og Þór með 11 stig í því þriðja.Magnús Þorsteinsson kom Keflavík yfir í byrjun leiksins, Hólmar Örn Rúnarsson bætti við öðru marki og staðan í hálfleik því 2-0. Þórarinn Kristjánsson skoraði þriðja markið áður en Zoran Panic minnkaði muninn fyrir HK úr víti. Það voru síðan varamennirnir Hörður Sveinsson og Scott Ramsay sem bættu við tveimur mörkum alveg undir lokin en þetta var fyrsta mark Scotty fyrir Keflavík og gaman að sjá að hann er kominn á blað eftir góða frammistöðu í undanförnum leikjum.
Frétt af vef Keflavíkur.
Frétt af vef Keflavíkur.