Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigrar Suðurnesjamanna
Fimmtudagur 16. janúar 2014 kl. 21:20

Stórsigrar Suðurnesjamanna

Njarðvíkingar og Grindvíkingar með yfir 30 stiga sigra

Bæði Njarðvíkingar og Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með andstæðinga sína þegar 13. umferð Dominos's deildar karla í körfubolta hófst í kvöld. Njarðvíkingar unnu 37 stiga sigur á Valsmönnum á heimavelli sínum, lokatölur 112-75, á meðan Grindvíkingar pökkuðu Haukum saman, 91-60. Hér að neðan má sjá tölfræði úr leikjunum. Þess má geta að Grindvíkingar taka á móti Njarðvíkingum í 8-liða úrslitum bikarsins á sunnudag. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni og verður væntanlega hörkuleikur í Röstinni um helgina.

Njarðvík-Valur 112-75 (29-16, 24-19, 26-17, 33-23)

Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/14 fráköst/3 varin skot, Elvar Már Friðriksson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Logi Gunnarsson 21, Maciej Stanislav Baginski 12/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Ágúst Orrason 9, Friðrik E. Stefánsson 2/5 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1, Óli Ragnar Alexandersson 0, Brynjar Þór Guðnason 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Grindavík-Haukar 91-60 (27-8, 22-19, 26-18, 16-15)

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/12 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 12/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8, Jón Axel Guðmundsson 8/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 7/11 fráköst, Kjartan Helgi  Steinþórsson 7, Jens Valgeir Óskarsson 6/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 4, Nökkvi Harðarson 2, Magnúr Már Ellertsson 0.