Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigrar Suðurnesjaliðanna
Sunnudagur 29. nóvember 2015 kl. 22:42

Stórsigrar Suðurnesjaliðanna

Grindvíkingar með 54 stiga sigur

Grindvíkingar unnu 54 stiga stórsigur á meðan Keflvíkingar unnu 23 stiga sigur þegar níunda umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta hófst í dag.

Grindavík gjörsamlega valtaði yfir Hamar þegar liðin mættust í Mustad höllinni í Grindavík. Lokatölur 102-48 þar sem munurinn var þegar orðinn 39 stig í hálfleik. Mestur varð munurinn 57 stig í leiknum þannig að Grindvíkingar voru sannarlega með algjöra yfirburði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti stjörnuleik og skilaði myndarlegri þrennu. 22 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar, alls 44 framlagsstig. Whitney Fraizer var ekki langt frá þrennu, 24 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins

Keflvíkingar unnu öruggan sigur gegn Stjörnustúlkum í TM-höllinni í dag. Munurinn varð á endanum 23 stig, 75-52 lokatölur en Keflvíkingar juku muninn jafnt og þétt eftir því sem leið á. Hjá Keflvíkingum átti landsliðskonan Sandra Lind Þrastardóttir frábæran dag en hún var með 16 fráköst og 13 stig. Melissa Zorning skoraði 17 stig.

Tölfræði leiksins

Eftir leiki dagsins eru Grindvíkingar í þriðja sæti á meðan Keflvíkingar eru í því fjórða.