Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigrar hjá Njarðvík og Grindavík
Föstudagur 27. október 2006 kl. 10:53

Stórsigrar hjá Njarðvík og Grindavík

Njarðvík og Grindavík höfðu yfirburðasigra gegn andstæðingum sínum í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær en leikurinn í Njarðvík var sögulegur fyrir margra hluta sakir.

Njarðvíkingar burstuðu lið Hamars/Selfoss 72-41 í Ljónagryfjunni og var staðan 26-4 að loknum fyrsta leikhluta en þessi fjögur stig eru sennilegast met í úrvalsdeild karla í fæstum skoruðum stigum í fyrsta leikhluta. Annað vafasamt met gæti hafa fallið í Njarðvík í gær þar sem enginn leikmanna H/S náði að gera 10 stig eða meira í leiknum. Stigahæsti maður H/S var Atli Gunnarsson með 7 stig. Þriðja og síðasta metið er svo heildarskor H/S í leiknum eða 41 stig.

Jeb Ivey gerði 17 stig hjá Njarðvík og Guðmundur Jónsson gerði 16 stig í leiknum. Njarðvík og Grindavík eru einu ósigruðu liðin í Iceland Express deildinni um þessar mundir.

Grindvíkingar gerðu góða ferð í Þorlákshöfn í gær er þeir skelltu heimamönnum 65-98 þar sem Páll Axel Vilbergsson hélt uppteknum hætti og gerði 31 stig í leiknum. Páll hitti úr 5 af 9 þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Næstur Páli í stigaskorinu var Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas með 19 stig og 12 fráköst.

 

VF-mynd/ [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024