Stórmót í Vogum
Afmælismót Júdósambands Íslands verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Vogum á morgun laugardag. Mótið er það annað stærsta sem haldið er hér á landi og munu ríflega 100 keppendur mæta til leiks, þar á meðal flestir af bestu júdómönnum landsins.
"Þetta mót er mikil framkvæmd og í mörg horn að líta," sagði Magnús Hauksson þjálfari í samtali við Víkurfréttir. "Það er þó mikil lyftistöng fyrir deildina hér í Vogum, en við höfum verið að vekja athygli á okkur með góðu gengi í mótum undanfarið".
Keppt verður á tveimur júdóvöllum og hefst mótið klukkan 11.
Allir eru velkomnir að horfa á keppnina og er enginn aðgangseyrir, en júdódeildin mun selja samlokur og svala til fjáröflunar.
Mynd úr safni: Magnús bregður á leik með dóttur sinni Katrínu Ösp