Stórlið Stjörnunnar mætir á Vogabæjarvöll
Það verður söguleg stund á Vogabæjarvelli í kvöld þegar heimamenn í Þrótti sem leika í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu frá Pepsi-deildarlið Stjörnunnar í heimsókn en liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarkeppninnar.
„Þetta er sögulegt þar sem við mætum í fyrsta skipti Pepsídeildarliði og ekki amalegt að Stjarnan trónir á toppi Pepsídeildar,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Voga-Þróttar.
Stjarnan varð Íslandsmeistari árið 2014 og hefur tvívegis komist í bikarúrslit á síðustu árum. Í fyrra hafnaði Stjarnan í 2. sæti í Pepsídeildinni. Það verður því mikið um dýrðir á Vogabæjarvelli þegar eitt af betri knattspyrnuliðum landsins heimsækir Vogabæjarvöll.
Aðrir leikir liðanna frá Suðurnesjum í 32 liða úrslitum verða annað kvöld og fimmtudag og eru:
Grindavík-Vöslungur.
Árborg-Víðir.