Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur Sveindísar Jane skaut Wolfsburg í bikarúrslit
Sveindís Jane lék stóran þátt í stórsigri Wolfsburg um helgina. Mynd af Facebook-síðu Icelandic Football League
Mánudagur 17. apríl 2023 kl. 13:12

Stórleikur Sveindísar Jane skaut Wolfsburg í bikarúrslit

Keflvíkingurinn Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja þegar Wolfsburg komst í bikarúrslit þýsku bikarkeppninnar um helgina með 5:0 á FC Bayern.

Sveindís kom Wolfsburg yfir á 19. mínútu en liðsfélagi hennar, Maria Luisa Grosh, tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé (44') eftir eitt af löngu innköstum Sveindísar. Hún var aftur á ferðinni í upphafi þess seinni (47') og Wolfsburg gulltryggði stórsigur með tveimur mörkum til viðbótar (56' og 60').

Wolfsburg er því komið í úrslit þýsku bikarkeppninnar en Sveindís Jane og félagar eru ríkjandi bikarmeistarar, unnu bæði bikar og deild á síðasta tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Wolfsburg fagnar bikarmeistaratitlinum 2022.