Stórleikur Sigurðar í öruggum sigri
Eftir að hafa skorað 38 stig í fyrsta leikhluta var ljóst að Grindvíkingar mættu í stuði í leikinn gegn Snæfellingum í Domino's deildinni í gær. Gestirnir frá Stykkishólmi lögðuðu stöðuna örlítið fyrir hálfleik en Grindvíkingar stjórnuðu leiknum frá upphafi og höfðu að lokum 99-83 sigur. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti stórleik hjá Grindvíkingum 29 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, sannarlega frábært framlag hjá miðherjanum. Lewis Clinch var góður að venju og skilaði frábærum tölum. Hann gældi við þrennuna með 26 stig/7 fráköst/9 stoðsendingar.
Grindavík-Snæfell 99-83 (38-16, 18-29, 19-21, 24-17)
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 29/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 26/7 fráköst/9 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, Ómar Örn Sævarsson 8/13 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 5/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.