Stórleikur í Vogum
Bræður munu berjast í íþróttahúsinu í Vogum í kvöld þegar Þróttur tekur á móti UMFN B í 2. deild karla í körfuknattleik. Þjálfarar liðanna eru bræður, þeir Einar Árni Jóhannsson sem þjálfar Íslandsmeistara Njarðvíkur og Ingvi Steinn Jóhannsson, þjálfari Þróttar. Fregnir herma að stirt hafi verið á milli bræðranna síðustu daga fyrir leik en í kvöld verður úr því skorið hvor sé betri þjálfarinn í fjölskyldunni.
UMFN B er á toppi A-riðils í 2. deild og hafa unnið alla sex leiki sína en Þróttur hefur unnið fimm leiki og tapað einum. Lið UMFN B er skipað ungum leikmönnum sem eru farnir að banka á dyrnar hjá meistaraflokk ásamt tveimur reynsluboltum, þeim Örvari Kristjánssyni og Ásgeiri Guðbjartssyni. Þróttur Vogum hefur sankað að sér leikmönnum af Suðurnesjum en flestir eru leikmenn sem komu upp yngri flokkana í Njarðvík og svo nokkrir úr Keflavík.
Það má því eiga von á góðum leik í 2. deildinni í kvöld kl. 19:00 þegar Þróttar bjóða UMFN B velkomna á Vatnsleysuströnd.
UMFN B er á toppi A-riðils í 2. deild og hafa unnið alla sex leiki sína en Þróttur hefur unnið fimm leiki og tapað einum. Lið UMFN B er skipað ungum leikmönnum sem eru farnir að banka á dyrnar hjá meistaraflokk ásamt tveimur reynsluboltum, þeim Örvari Kristjánssyni og Ásgeiri Guðbjartssyni. Þróttur Vogum hefur sankað að sér leikmönnum af Suðurnesjum en flestir eru leikmenn sem komu upp yngri flokkana í Njarðvík og svo nokkrir úr Keflavík.
Það má því eiga von á góðum leik í 2. deildinni í kvöld kl. 19:00 þegar Þróttar bjóða UMFN B velkomna á Vatnsleysuströnd.