Stórleikur í Vesturbænum í kvöld
Keflavík heldur í Vesturbæinn í kvöld og etur þar kappi við KR í annari umferð Iceland Express deild karla sem hefst í kvöld. Bæði lið unnu tiltölulega auðvelda sigra í fyrstu umferð. Keflavík vann Þór Ak. 94-70 í Toyotahöllinni á föstudagskvöld, en KR vann ÍR 96-79 á heimavelli á fimmtudaginn.
Leikurinn hefst kl. 19:15 en á sama tíma mætir Tindastóll FSu á Suðarkróki og Þór Ak. fær Breiðablik í heimsókn.
VF-MYND/JBÓ: Gunnar Einarsson og félagar hans í Keflavík, mæta KR í kvöld.