Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stórleikur í Vesturbænum
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 08:27

Stórleikur í Vesturbænum


Í kvöld lýkur 21. umferð í Iceland Express deild karla með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Toppslagur kvöldsins er viðureign KR og Keflavíkur en með sigri tryggir KR sér deildarmeistaratitilinn. Hafi Keflavík sigur og líka Grindavík ræðst það ekki fyrr en á fimmtudag hverjir verði deildarmeistarar.

Leikir kvöldsins:
 
KR-Keflavík
Grindavík-FSu
Tindastóll-ÍR
 
Síðast þegar KR og Keflavík mættust hafði KR 15 stiga sigur í Toyota-höllinni í Keflavík, 85-100. Ef Keflvíkingar ætla sér að eignast innbyrðisviðureignina á KR verða þeir að vinna í kvöld með 16 stigum eða meira. KR hafði frækinn eins stigs sigur á Stjörnunni í síðustu umferð og Keflvíkingar völtuðu yfir granna sína í Njarðvík. KR er með 34 stig á toppi deildarinnar en þar á eftir kom Keflavík og Grindavík með 30 stig nú þegar 4 stig eru eftir í pottinum. Til þess að Grindavík eða Keflavík verði deildarmeistari þarf KR að tapa restinni, gegn Keflavík í kvöld og á fimmtudag gegn Snæfell á útivelli.
 
Grindavík fær FSu í heimsókn í Röstina og þykja sterkari aðilinn í þessari viðureign eftir að Selfyssingar sendu Williams heim á dögunum. Grindavík berst um deildarmeistaratitilinn og sýna því enga miskunn í kvöld. FSu mun leika í 1. deild á næstu leiktíð.

Af www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024