Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur í Sláturhúsinu í kvöld!
Miðvikudagur 16. mars 2005 kl. 14:07

Stórleikur í Sláturhúsinu í kvöld!

Í kvöld fer fram hreinn úrslitaleikur milli Keflvíkinga og Grindvíkinga um sæti í fjögurra liða úrslitum Intersport-deildarinnar. Liðin mætast í oddaleik í Sláturhúsinu í kvöld klukkan 20:00. Keflvíkingar unnu fyrri leikinn nokkuð auðveldlega 101-80. Grindvíkingar svöruðu að bragði og unnu þægilegan sigur í Grindavík 87-76. Það þarf varla að tyggja á því hversu gríðarlega mikilvægur leikurinn er fyrir bæði lið því sigurliðið heldur áfram atlögu sína að titli, meðan að tapliðið fer snemma í sumarfrí.

Einar Árni Jóhannson, þjálfari Njarðvíkinga sem duttu út gegn ÍR í átta liða úrslitum telur Keflvíkinga taka þetta á sterkum heimavelli en að það verði naumt að þessu sinni. Einar spáir því að liðið sem vinni þennan leik verið Íslandsmeistari í ár. Hann spáir að Keflvíkingar, Snæfell, Skallagrímur ásamt ÍR-ingum verði liðin sem standi eftir í fjögurra liða úrslitunum að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hversu getspakur hann verður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024