Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur í Sláturhúsinu
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 11:07

Stórleikur í Sláturhúsinu

Taplausu liðin mætast

Topplið Domino´s deildar karla mætast í kvöld í TM-Höllinni í Keflavík. Þá fá heimamenn KR-inga í heimsókn en ljóst er að annað liðið er að fara að tapa sínum fyrsta deildarleik í kvöld. Bæði lið hafa unnið alla sex leiki sína til þessa og sitja á toppi deildarinnar með 12 stig.

Bæði lið eru á góðu róli og unnu örugglega í síðustu umferð. KR-ingar rassskelltu Njarðvíkinga á heimavelli á meðan Keflvíkingar unnu öruggan útisigur gegn Skallagrími.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og ætla Keflvíkingar að hefja upphitun fyrr með því að tendra í grillunum.