Stórleikur í Sláturhúsinu
Í kvöld kl. 19.15 mætast Suðurnesjarisarnir Keflavík og Grindavík í Intersport-deildinni í körfuknattleik. Liðin áttust við í fyrra í undanúrslitum Íslandsmótsins og voru þær viðureignir hin besta skemmtun og það verður örugglega engin breyting þar á í leik kvöldsins. Keflavík tapaði síðasta leik sínum í deildinni gegn KR en Grindvíkingar lögðu Tindastól að velli í Röstinni í síðasta leik.
Hvað segir Frikki Ragnars um leikinn?
„Mér finnst Keflvíkingarnir hafa virkað sannfærandi upp á síðkastið þó þeir hafi misst af tveimur stigum á móti KR. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði bara léttmeti fyrir Keflavík því að Grindvíkingarnir hafa einfaldlega verið lélegir í þeim leikjum sem ég hef séð til þeirra.“
VF-mynd/ frá undanúrslitaviðureign liðanna í fyrra