Stórleikur í Röstinni í kvöld
Grindavík tekur á móti Snæfelli í Iceland Expressdeild karla í kvöld, en þessi sömu lið áttust einmitt við í Lýsingarbikarnum fyrir skemmstu þar sem Grindavík fór með sigur af hólmi eftir skemmtilegan og spennandi leik.
Með sigri gæti Grindavík komist upp að hlið Snæfellinga, KR, og Skallagríms sem deila efsta sætinu.
Leikurinnn hefst kl. 19.15.
VF-mynd/Þorgils: Úr Bikarleiknum um daginn