Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur í Njarðvík í kvöld
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 22. júlí 2020 kl. 13:58

Stórleikur í Njarðvík í kvöld

Það verður stórleikur í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar Víðismenn koma í heimsókn á heimavöll Njarðvíkinga í sjöundu umferð í kvöld, miðvikudag kl. 19.15. Á sama tíma frá Voga Þróttarar lið Fjarðabyggar í heimsókn.

Njarðvíkingar eru í 5.-6. Sæti deildarinnsr með 10 stig ásamt Selfossi en Víðismenn eru í þriðja neðsta sæti með ÍR en bæði lið eru með 6 stig. Þróttarar eru í 3.-4. sæti deildarinnar með 11 stig eins og Fjarðabyggð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar gerðu jafntefli við ÍR í síðustu umferð en Víðismenn steinlágu á Skaganum fyrir Kára 5:0.

Njarðvíkingar ætla að fýra upp í grillinu og munu bjóða borgara til sölu fyrir leik.