Stórleikur í Ljónagryfjunni
Sannkölluð risarimma verður í
Suðurnesjaliðin eru jöfn og efst á toppi deildarinnar eftir þrjá sigra í röð og í kvöld verður skorið úr um hvaða lið mun sitja eitt á toppi deildarinnar að fjórum umferðum loknum.
Liðin mættust tvívegis í deildinni á síðustu leiktíð þar sem Njarðvíkingar höfðu 86-72 sigur í fyrri leiknum. Njarðvík hafði svo aftur sigur í síðari viðureign liðanna 70-83 í Sláturhúsinu.
Bæði lið hafa tekið töluverðum breytingum frá síðustu leiktíð og er sem dæmi allt annað að sjá til Keflavíkur þessa stundina en á síðustu leiktíð. Erlendu leikmennirnir virðast vera að falla vel að hópnum en Sigurður Ingimundarson hefur gefið það út að enn vanti stöðugleika í leik liðsins.
Sem sagt, stórleikur í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem enginn ætti að láta sig vanta. Það sem gerir þennan leik UMFN og Keflavíkur stærri en venjulega er sú staðreynd að dregið verður í NBA leik yngri iðkenda KKD UMFN. Allir iðkendur Körfuknattleiksdeildarinnar sem hafa gengið frá æfingagjöldum fara í pott og dregið verður um glæsileg verðlaun. Aðalverðlaunin eru ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna á NBA leik. Svo verður dregið um nokkra smærri vinninga. Dregið verður um ferðina í lok 3.leikhluta og mun Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ sjá um dráttinn.
Aðrir leikir kvöldsins:
Fjölnir-Tindastóll
Snæfell-Stjarnan
Í 1. deild karla verður svo annar Suðurnesjaslagur þegar Reynir Sandgerði tekur á móti Þrótti Vogum í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Bæði lið hafa áttu brösugt upphaf og eru enn að leita að sínum fyrstu stigum í deildinni. Leikurinn hefst kl. 17:00.