Stórleikur í Ljónagryfjunni
Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í dag en stórleikur dagsins er vafalaust viðureign Íslandsmeistara Njarðvíkur og Snæfells. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni og eiga þeir grænu harma að hefna.
Fyrri leik liðanna í Iceland Exrepss deildinni lauk með 18 stiga sigri Snæfellinga 88-70 í Stykkishólmi. Njarðvíkingar hafa nú unnið níu deildarleiki í röð og eru á toppi deildarinnar með 28 stig en Snæfellingar eru í 4. sæti með 24 stig.
Aðrir leikir dagsins:
19:15
Tindastóll-Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn-KR
20:00
Haukar-Fjölnir