Stórleikur í kvöld
Í kvöld fer fram stórleikur í Toyota-höllinni við Sunnubraut þegar Keflvíkingar taka á móti Njarðvíkingum í Iceland Express-deild karla. Síðast þegar að þessi lið mættust þá höfðu Keflvíkingar öruggan sigur og ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa í þessum grannaslag. Þetta er leikur sem enginn sannur körfuboltaaðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara.
Þessi lið mættust tvisvar í Lengjubikar í nóvember, en þá höfðu Njarðvíkingar betur 90-77 í fyrri leiknum í Ljónagryfjunni og Keflvíkingar sigruðu svo 94-74 í síðari leiknum á Sunnubraut fyrir tæpum tveimur vikum.