Stórleikur í kvöld
Keflavík tekur á móti Njarðvík í stórleik 8-liða úrslita karla. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut og verður án efa ekkert gefið eftir frekar en venjulega þegar þessi lið mætast.
Keflavík vann síðasta leik liðanna fyrir áramót, en Njarðvíkingar eru enn að reyna að finna formið sem þeir voru í í upphafi leiktíðar þar sem ekkert lið virtist ráða við þá.
Leikurinn hefst kl. 20.15 en þess má geta að Keflavíkurstúlkur fá Stúdínur í heimsókn í kvennabikarnum í dag og hefst sá leikur kl. 18.15.
Keflavík vann síðasta leik liðanna fyrir áramót, en Njarðvíkingar eru enn að reyna að finna formið sem þeir voru í í upphafi leiktíðar þar sem ekkert lið virtist ráða við þá.
Leikurinn hefst kl. 20.15 en þess má geta að Keflavíkurstúlkur fá Stúdínur í heimsókn í kvennabikarnum í dag og hefst sá leikur kl. 18.15.