Stórleikur í körfunni í kvöld
Það verður sannkallaður stórleikur í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld þegar nágrannaliðin, Keflavík og Grindavík, mætast í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við hörkuleik þar sem liðin eru jöfn á stigum í 2. - 3. sæti. Þá spila Njarðvíkingar við Snæfell í ljónagryfjunni þar sem GJ Hunter mun spila sinn fyrsta leik fyrir þá grænu. Sá leikur hefst einnig kl. 19:15.