Stórleikur í körfunni í fyrstu umferð Domino's deildar
Það verður stórleikur í fyrstu umferð Domino’s deildarinnar í körfubolta þegar ný leiktíð hefst í haust. Njarðvíkingar fá þá granna sína úr Keflavík í heimsókn í Ljónagryfjuna.
Grindvíkingar fá nýliða Breiðabliks í heimsókn í fyrstu umferð.
Í Domino’s deild kvenna fá Keflavíkurstúlkur lið Stjörnunnar í heimsókn í fyrstu umferð en Keflvíkingar leika vikuna á undan í meistarakeppninni sem er opnunarleikur deildarinnar milli Íslands- og bikarmeistaranna.