Stórleikur í Intersport-deildinni í kvöld
Það verður sannkallaður stórleikur í Intersport-deildinni í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Keflvíkingum í DHL-höllinni. Þeir röndóttu eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 28 stig og munu Keflvíkingar, sem innbyrt hafa 26 stig, þurfa á sigri að halda í kvöld ætli þeir sér að ná því sæti. Það má því segja að um sé að ræða fjögurra stiga leik.Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru Suðurnesjamenn hvattir til að bregða sér smá borgarferð og kíkja á leikinn. Þess má geta að ef Keflavík vinnur í kvöld fara þeir fyrir ofan KR-inga á innbyrðisviðureignum.