Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Stórleikur í Grindavík
Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 17:42

Stórleikur í Grindavík

Grindvíkingar taka á móti Keflavík í kvöld kl. 20:00 í þriðju umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum í upphafi leiktíðarinnar.

 

Keflvíkingar skoruðu sætt sigurmark á lokasekúndunum gegn Víking í 2. umferð og höfðu þar sigur 2-1 en Grindvíkingar lutu í gras gegn Fylki 2-1 í Árbænum eftir að hafa verið 1-0 yfir í um 85 mínútur.

 

Suðurnesjamenn og aðrir knattspyrnuáhugamenn ættu ekki að láta sig vanta á leikinn í kvöld þar sem barist verður til síðasta blóðdropa.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25