Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur í 16 liða úrslitum
Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 13:50

Stórleikur í 16 liða úrslitum

Dregið var í 16 liða úrslit karla og kvenna í Lýsingarbikarkeppninni í körfuknattleik. Það sem bar helst til tíðinda í karlaflokki er að toppliðin KR og Grindavík mætast í DHL-Höllinni og í kvennaflokki mætast grannarnir Keflavík og Njarðvík. Keflavík leikur í Iceland Express deild kvenna en Njarðvíkingar leika í 1. deild.

 

Drátturinn fór eftirfarandi í dag en leikið verður í 16 liða úrslitum dagana 7. 8. og 9. desember næstkomandi.

 

Karlar:

 

KR - Grindavík

Þór Þorlákshöfn – Höttur

Tindastóll – Keflavík

Þór Akureyri – Snæfell

Hamar – ÍR

Stjarnan – Njarðvík  

Skallagrímur – FSu

Fjölnir – Þróttur Vogum

 

Konur:

 

Kr – Ármann

Haukar – Keflavík B

Skallagrímur – Snæfell

Tindastóll – Fjölnir

Breiðablik – Hamar

Haukar B – Grindavík

Keflavík – Njarðvík

 

Valur situr hjá í fyrstu umferð í kvennaflokki.

Athygli vakti einnig að Hamar tekur á móti ÍR í karlaflokki en þessi lið léku einmitt til úrslita í fyrra.  

VF-mynd/Stefán Þór Borgþórsson - Arnar Kárason starfsmaður Lýsingar dró í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024