Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur hjá Reyni í kvöld
Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 15:16

Stórleikur hjá Reyni í kvöld

Reynismenn leika við H.K. 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ og VISA í dag.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15.  Í undankeppni bikarsins bar Reynirsliðið sigurorð af utandeildarliði Hvíta riddarans 4-2 og í 32-liða úrslitum tóku Reynismenn á móti 1. deildarliði Þórs frá Akureyri og sigruðu óvænt en sanngjarnt 1-0.  Lið H.K. er mjög sterkt og sló út bikarmeistara Í.A. í 32-liða úrslitum og er í toppbaráttu 1. deildarinnar.  Það er því ljóst að Reynismenn verða í hlutverki Davíðs í baráttu við Golíat í kvöld.

VF-Ljósmynd: Úr leik Reynis og Kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024