Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur Hardy dugði ekki til
Mánudagur 5. nóvember 2007 kl. 00:01

Stórleikur Hardy dugði ekki til

Keflavík vann Hauka í kvöld 91-106 í uppgjöri toppliðanna í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik. Eins og lokatölur leiksins gefa til kynna þá var varnarleikur liðanna ekki í fyrirrúmi. TaKesha Watson fór á kostum fyrir Keflavík og skoraði 34 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Var hún aðeins einu fráksti frá hinni eftirsóttu tvöföldu þrennu.

Leikurinn var jafn til að byrja með og var jafnt á öllum tölum út leikhlutann. Það var ekki fyrr en í enda fyrsta leikhluta sem Keflavík náði smá forskoti en þegar um mínúta var eftir fór Kiera Hardy útaf hjá Haukum. Keflavík pressaði út leikhlutann og skoruðu sex auðveld stig og leiddu með fimm stigum þegar leikhlutinn var úti og setti TaKesha þriggja-stiga körfu um leið og flautan gall.

Í öðrum leikhluta stungu Keflvíkingar af og áttu Haukar í miklum vandræðum með sóknarleik sinn jafnt og varnarleik. Keflavík skoraði 19 stig í upphafi annars leikhluta á meðan Haukar skoruðu aðeins 2 stig. Þessi góði kafli lagði grunninn að sigri Keflvíkinga. Staðan í hálfleik var 37-54 Keflvíkingum í vil.

Haukar náðu að minnka muninn í 11 stig í þriðja leikhluta en komust ekki nær og staðan eftir hann var 62-77. Í fjórða leikhluta náðu Haukar að minnka muninn í 9 stig og gera leikinn spennandi, munaði mestu um Kieru Hardy sem hélt Haukum inn í leiknum með skotsýningu, en þá kom góður kafli hjá Keflavík og innbyrtu þær sanngjarnan 15 stiga sigur, 91-106.

Sóknarleikur Keflvíkinga var til fyrirmyndar enda er ekki algengt að svo hátt stigaskor sjáist í leik toppliða. Ef ekki hefði komið fyrir stórleik Kiera Hardy í Haukum hefði sigurinn orðið stærri en hún skoraði 40 stig í leiknum, þar af 19 í fjórða leikhluta. Hjá Keflavík var fyrrnefnd TaKesha Watson öflugust en næst henni kom Margrét Kara Sturludóttir með 21 stig og 17 fráköst. Hjá Haukum var Hardy stigahæst með 40 stig en Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 19 stig.

Eftir sigurinn er Keflavík í efsta sætinu með átta stig eins og Haukar en Keflavík á leik til góða.

VF-mynd – Stefán Þór Borgþórsson: TaKesha Watson átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024