Stórleikur Gaspar fyrir Grindavík
Grindavík sigraði í kvöld ÍS 73-83 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í körfunknattleik og er því komið í undanúrslit eftir 70-60 sigur í fyrri leik liðanna. Jessica Gaspar átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 41 stig, 15 fráköst, stal 7 boltum og gaf 5 stoðsendingar, hitti 12 af 18 skotum sínum og 17 af 18 vítskotum sínum. Ólöf Helga Pálsdóttir (fædd 1985) skoraði 17 stig og Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 15 stig. Hjá ÍS var Alda Leif Jónsdóttir sterkust með 30 stig, 9 fráköst, 4 stosendingar, og fjóra stolna og hitti 10 af 15 skotum sínum og úr öllum átta vítaskotum sínum. Stella Rún Kristjánsdóttir skoraði 18 stig og Lovísa Guðmundsdóttir 10. Keflavík, KR og KFÍ höfðu þegar tryggt sig áfram í undanúrslit keppninnar en þau verða leikin 1. desember og úrslitaleikurinn síðan 2. desember. Frétt af Vísi.is