Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikur að Ásvöllum
Sunnudagur 4. febrúar 2007 kl. 13:29

Stórleikur að Ásvöllum

Íslandsmeistarar Hauka og Keflavík mætast í toppslag í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Hafnarfirði og er um sannkallaðan toppslag að ræða.

 

Með sigri í kvöld geta Keflavíkurkonur jafnað Hauka að stigum en hafi Haukar betur ná þær fjögurra stiga forskoti á Keflavík í deildinni. Haukar eru á toppnum með 26 stig en Keflavík er í 2. sæti með 24 stig.

 

Liðin mættust síðast í deildinni þann 17. desember þar sem Keflavík hafði betur í hörkuleik 92-85 í Sláturhúsinu.

 

VF-mynd/ [email protected] - María Ben sækir að körfu Hauka í desember.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024