Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórleikir í kvennakörfunni í kvöld
Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 14:05

Stórleikir í kvennakörfunni í kvöld

Grindavík og Keflavík fara á útivelli

Þrír leikir fara fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld, þar sem Suðurnesjaliðin eiga erfiðar rimmum fyrir höndum. Keflvíkingar taka á móti Helenu Sverris, Pálínu og Haukastúlkum að Ásvöllum. Keflvíkingar eru í fjórða sæti og alls sex stigum frá Haukum sem eru í öðru sæti deildarinnar.

Grindvíkingar halda í Garðabæ og mæta Stjörnunni en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 sport. Grindvíkingar unnu eins stig sigur þegar liðin áttust við fyrir mánuði síðan. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo leiki í deildinni og eru þær sex stigum á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikirnir hefjast klukkan 19:15.