Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 19. janúar 2000 kl. 18:42

STÓRLEIKIR Í KEFLAVÍK EN FRESTAÐ Í NJARÐVÍK

Leik Njarðvíkinga og Hauka í EPSON deildinni, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna. Keflvíkingar mæta Grindvíkingum í kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu við Sunnubraut í leik sem skiptir heimamenn miklu máli. Með hverjum ósigrinum minnka möguleikar liðsins á því að komast aftur í toppbaráttuna og spurning hvort Sigurður Ingimundarson, þjálfari þeirra, er búinn að finna leið til að toga betri frammistöðu út úr bakvörðum liðsins. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Í kvennaboltanum mættust topplið 1. deildar í Keflavík í gærkveldi er Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn. Því miður var VF farið í prentun áður en úrslit réðust.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024