Stóri dagurinn runninn upp
Það er spenna í loftinu í Reykjansebæ á þessum laugardagsmorgni enda stór dagur framundan. Keflvíkingar geta orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu í fyrsta skipti í meira en þrjá áratugi.
Keflavík tekur á móti Fram sem er í harði baráttu við KR og Val um þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir bæði liðin og því ljóst að baráttan verður hörð.
Búast má við miklu fjölmenni á leikinn sem hefst kl. 16.
Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri, sama hvernig leikur Fylkis og FH fer. Ef Keflavík gerir jafntefli og FH vinnur sinn leik ráðast úrslitin á marktölu en FH þyrfti þá að vinna minnst með tveggja marka mun.
FH verður þó ávallt að vinna Fylkismenn til að eiga möguleika á titlinum.
VFmynd: Keflvíkingar hafa verið sigurreifir í sumar enda náð frábærum árangri.