Stórgóður árangur Birkis og Helenu á Olympíudögum æskunnar
Sundmennirnir Birkir Már Jónsson og Helena Ósk Ívarsdóttir náðu svo sannarlega góðum árangri þegar þau tóku þátt í sundkeppni Olympíudaga æskunnar sem fram fór í París í síðustu viku.Birkir komst í úrslit í tveimur sundum, 100 metra skriðsundi þar sem hann gerði sér lítið fyrir og bætti 5 ára gamalt piltamet Arnar Arnarsonar, Birkir synti vegalengdina á 53,83 sek. Einnig komst Birkir í úrslit í 400 metra skriðsundi þar sem hann synti á 4:11,79
sem er bæting upp á 7 sek.
Helena komst í úrslit í 100 metra bringusundi og synti á tímanum 1:16,78 þess má geta að einungis 2 stúlkur á sama aldri og Helena syntu vegalengdina á skemmri tíma, sannarlega vel af sér vikið.
sem er bæting upp á 7 sek.
Helena komst í úrslit í 100 metra bringusundi og synti á tímanum 1:16,78 þess má geta að einungis 2 stúlkur á sama aldri og Helena syntu vegalengdina á skemmri tíma, sannarlega vel af sér vikið.