Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórglæsilegt æfinga- og keppnissvæði í Vogunum
Miðvikudagur 22. ágúst 2012 kl. 09:31

Stórglæsilegt æfinga- og keppnissvæði í Vogunum

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á völlinn og var mikil stemning. Svæðið algjör bylting fyrir knattspyrnuiðkendur í Vogum.

Síðastliðinn föstudag var stórglæsilegt æfinga- og keppnissvæði tekið formlega í notkun í Vogunum. Þetta glæsilega æfingasvæði rúmar tvo knattspyrnuvelli í fullri stærð. Vígslan var hluti af dagskrá Fjölskyldudaga í Vogum og komu þeir Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari og Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari kvenna fyrir hönd KSÍ til þess að vera viðstaddir vígsluna. Færðu þeir félaginu bolta og vesti að gjöf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alexandra Líf Ingþórsdóttir iðkandi hjá Þrótti fékk þann heiður að klippa á borðann. Í framhaldi af vígslunni tóku Þróttarar á móti liði Grundafjarðar í æsispennandi leik sem endaði 4-2 heimamönnum í vil. Markaskorarar heimamanna voru Reynir Þór Valsson og Dalibor Laziz með tvö mörk hvor. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á völlinn og var mikil stemmning á meðal bæjarbúa. Má með sanni segja að bjart sé framundan enda nýja keppnis- og æfingasvæðið algjör bylting fyrir knattspyrnu iðkendur í Vogum. Einnig fagnar félagið 80 ára afmæli á þessu ári og er fyrirhuguð afmælishátíð seinna á árinu.