Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stóra stundin nálgast
Frá leik Grindvíkinga og Stjörnunnar í fyrra.
Miðvikudagur 19. febrúar 2014 kl. 09:44

Stóra stundin nálgast

Grindvíkingar leika í bikarúrslitum á laugardag

Þá er loks komið á bikarúrslitum í körfuboltanum en þessir leikir eru jafnan hápunktur íþróttalífsins á Suðurnesjum. Úrslitin fara venju samkvæmt fram í laugardalshöll á laugardaginn 22. febrúar. Að þessu sinni er aðeins eitt Suðurnesjalið meðal þátttakenda en karlalið Grindavíkur eru fulltrúar Suðurnesja í ár. Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta ÍR-ingum í úrslitum en þjálfari Breiðhyltinga er Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson.

Grindvíkingar léku til úrslita í fyrra í karlaflokki en þurftu þá að sætta sig við tap gegn Stjörnumönnum Teits Örlygssonar. Nánar verður fjallað um leikinn og spjallað við þjálfara liðanna í prentútgáfu Víkurfrétta á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er honum sjónvarpað beint á Rúv. Miðasala er hafin á midi.is og hjá félögunum sjálfum fyrir þá sem vilja tryggja sér miða í tæka tíð, en áhorfendur eru hvattir til að kaupa miða fyrir leikdag til að koma í veg fyrir biðraðir við inngang.