Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stóra stundin er runnin upp
Grindvíkingar hafa lyft titlinum undanfarin tvö ár.
Fimmtudagur 20. mars 2014 kl. 10:28

Stóra stundin er runnin upp

- Körfuboltaveisla framundan

Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni í Domion's deild karla. Í dag, fimmtudag fer veislan af stað en þá taka Grindvíkingar á móti Þórsurum í Röstinni. Liðin úr Reykjanesbæ eiga svo bæði heimaleiki á morgun, föstudag.

Þriðja árið í röð mætast Keflvíkingar og Stjörnumenn en liðin hafa eldað grátt silfur í síðustu rimmum. Þrátt fyrir að Keflvíkingar verði að teljast sigurstranglegri má búast við hörku baráttu í leikjum liðanna. Keflvíkingar unnu stórsigur á Stjörnumönnum í fyrsta leik tímabilsins í Ásgarði. Munurinn var á liðunum 25 stig í þeim leik. Þegar liðin mættust svo í TM-höllinni í janúar var spennan öllu meiri. Keflvíkingar höfðu þar þriggja stiga sigur í hörku leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar og mæta Þórsurum í 8-liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn árið 2012 þar sem Grindvíkingar kræktu í titilinn. Grindvíkingar sem leikið hafa frábærlega síðan um áramótin eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og verða að teljast ansi líklegir til þess að leggja nágranna sína af velli. Liðin mættust fyrir skömmu og þar höfðu Grindvíkingar frekar öruggan sigur. Liðin mættust í Grindavík í byrjun desember en þá unnu Þórsarar sigur með 10 stigum. Á fimmtudag verður flautað til leiks í rimmunni en leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Njarðvíkingar eiga heimavallarétt gegn Haukum en liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni í vetur, en báðir sigrar komu á heimavelli. Fyrirfram er búist við jafnri keppni milli þessa liða, enda skiljanlegt þar sem liðin höfnuðu jú í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa ekki komist fram yfir 8-liða úrslitin síðuastu þrjú ár, en þeir í Ljónagryfjunni vilja sjálfsagt ólmir að þar verði breyting á.

 

 

Liðin sem mætast og sætin sem liðin höfnuðu í:
KR (1) · Snæfell (8)
Keflavík (2) · Stjarnan (7)
Grindavík (3) · Þór Þ. (6)
Njarðvík (4) · Haukar (5)

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Þetta breytta fyrirkomulag gerir það að verkum að fleiri leikir fara líklega fram og erfiðara gæti reynst fyrir þau lið sem enduðu neðar í töflunni að koma á óvart, ef svo mætti segja. Auðvitað er ekkert bókað fyrir fram og ómögulegt að segja til um hvernig málin þróast. Spennandi verður að fylgjast með Suðurnesjaliðunum sem öll verða að teljast líkleg til þess að komast í undanúrslit.