Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stór sigur hjá Njarðvík og tap hjá Keflvíkingum
Miðvikudagur 1. febrúar 2012 kl. 21:48

Stór sigur hjá Njarðvík og tap hjá Keflvíkingum

Njarðvíkingar fögnuðu öruggum sigri á Fjölni í kvöld í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Sömu sögu er ekki að segja af grönnum þeirra í Keflavík sem töpuðu á útivelli gegn Snæfell. Lokatölur í Stykkishólmi urðu 91-83 heimamönnum í vil en Njarðvíkingar unnu Fjölni með 33 stiga mun eða með 95 stigum gegn 62.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigin hjá Njarðvík: Lele Hardy 24/17 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 20/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 14/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 9/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 8, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Harpa Hallgrímsdóttir 2

Stigin hjá Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 33/4 fráköst, Jaleesa Butler 18/14 fráköst, Shanika Chantel Butler 13/6 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/5 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 3, Helga Hallgrímsdóttir 3/9 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 2


Mynd: Góður leikur hjá Pálínu Gunnlaugsdóttur dugði ekki til hjá Keflvíkingum í kvöld.