Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Stór dagur í kvennaboltanum
    Það verður boðið uppá hreinan úrslitaleik í Ljónagryfjunni
  • Stór dagur í kvennaboltanum
    Petrúnella og félagar freista þess að næla í einn útisigur gegn deildarmeisturum Snæfells
Þriðjudagur 14. apríl 2015 kl. 08:29

Stór dagur í kvennaboltanum

Úrslitaleikur um laust sæti í úrvalsdeild í Ljónagryfjunni

Það er fallegur dagur fyrir körfubolta og uppá það verður haldið með sannkallaðri veislu í kvöld þegar undanúrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna halda áfram auk þess sem leikinn verður hreinn úrslitaleikur um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í Ljónagryfjunni.

Keflvíkingar hafa tekið fram sópinn góða og munu freista þess að munda hann í TM höllinni í kvöld þegar Haukar mæta í heimsókn. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Keflavík og með sigri fer liðið í úrslitaeinvígið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavíkurstúlkur leggja land undir fót og munu sækja Snæfell heim í Stykkishólm. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að Grindavíkingar sigruðu síðasta leik liðanna en liðið hefur staðið allhressilega í deildarmeisturunum.

Leikur kvöldsins er þó óneitanlega í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem að Njarðvík og Stjarnan mætast í þriðja sinn og í þetta sinn í hreinum úrslitaleik um laust sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Njarðvík sigraði fyrsta leik liðanna á heimavelli en Stjarnan knúði fram oddaleik með sigri í Ásgarði á laugardaginn. 

Það er því á nógu að taka í kvöld og eru stuðningsmenn að sjálfsögðu hvattir til að gera sér ferð í íþróttamannvirkin og hvetja sínar stelpur til sigurs.

Allir leikirnir hefjast kl. 19:15