Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stöndum ekki jafnfætis öðrum
Ungur drengur að prófa sig með loftriffli á kynningu í Reykjanesbæ.
Föstudagur 13. febrúar 2015 kl. 10:07

Stöndum ekki jafnfætis öðrum

-skortur á inniaðstöðu hjá næst fjölmennasta skotfélagi landsins

Bjarni Sigurðsson var endurkjörinn sem formaður skotdeildar Keflavíkur á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Bjarni varð sjálfkjörinn í embættið og situr sama stjórn og í fyrra. Bjarni segir í samtali við Víkurfréttir að deildin standi nokkuð vel fjárhagslega en skortur á inniæfingaaðstöðu hamlar starf félagsins.

„Við keyptum nýverið tvær nýjar leirdúfukastvélar sem verða settar upp í vor. Úitsvæðið okkar er mjög flott og er búið að eyða mjög miklu í endurbætur á riffilvellinum. Eina sem okkur vantar er að fá inniaðstöðu fyrir „smærri caliber“ til að standa jafnfætis öðrum skotfélögum á landinu. Það er nokkuð undarleg staða og til skammar – þar sem við erum næst stærsta skotíþróttafélag á landinu,“ segir Bjarni en vonir stóðu til að fá inniaðstöðu á Patterson flugvellinum sem herinn skildi eftir og er hannað fyrir inniskotfimi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum með hripleka loftbyssu aðstöðu á Sunnubrautinni sem við fengum á sínum tíma en er að sjálfsögðu betri en engin. Við stöndum klárlega ekki jafnfætis öðrum íþróttagreinum í Reykjanesbæ þar sem við stöndum sjálfir undir rekstri á öllum okkar húsum.“

Keppnisliðið úr Keflavík endaði í fjórða sæti í liðakeppni á síðasta móti sem fram fór í Egilshöll en þar tók fimm lið þátt. „Við getum verið sátt að ná slíkum árangri miðið við að inniaðstaðan til æfinga er enginn.“

Eitt mót á vegum STÍ mun fara fram á keppnissvæðinu hjá skotdeild Keflavíku í maí – þar sem nýju vélarnar verða notaðar.