Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stolpa mættur til Grindavíkur
Föstudagur 9. maí 2008 kl. 13:03

Stolpa mættur til Grindavíkur

Pólski knattspyrnumaðurinn Thomaz Stolpa kom til landsins og til liðs við Grindavíkur í gær en hann mun leika með liðinu í sumar í Landsbankadeildinni. Stolpa er 25 ára gamall og kemur frá borg í nágrenni við Kraká en hann leikur stöðu framherja og hefur m.a. spilað í efstu deild í Noregi og Svíþjóð.
 
Á myndinni eru þeir Stolpa t.v. og Giles Ondo t.h. við knattspyrnuvöll Grindavíkur í gær en Ondo verður einnig með Grindvíkingum þessa leiktíðina.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024