Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stólastrákar til Keflavíkur
Mánudagur 17. desember 2007 kl. 19:44

Stólastrákar til Keflavíkur

Um helgina barst Keflavík góður liðsstyrkur þegar fjórir ungir leikmenn skrifuðu undir samning hjá félaginu. Piltarnir koma frá Tindastóli á Sauðárkróki. Þeir eru 16 og 17 ára gamlir og eru því gjaldgengir í 2. flokk hjá Keflavík næsta sumar. 

 

Leikmennirnir munu koma til liðs við Keflavík strax eftir áramót og stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja samhliða því að æfa knattspyrnu. Á vefsíðu Keflvíkinga segir að ljóst sé að strákarnir séu góð viðbót við liðið sem ætlar sér stóra hluti næsta sumar í 2. flokki.

 

Mynd: www.keflavik.is- Á myndinni eru frá vinstri Arnar Skúli Atlason, Fannar Freyr Gíslason, Arnar Magnús Róbertsson og Ingvar Björn Ingimundarson. Millum þeirra pilta er nýráðinn framkvæmdastjori KSD Keflavíkur, Friðrik Rúnar Friðriksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024